03.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1324 í B-deild Alþingistíðinda. (1811)

41. mál, bankavaxtabréf

Framsögumaður (Bjarni Jónsson):

Háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.) gæti getið sér til, að ekki mundi loku skotið fyrir, að sumum þætti dreginn taumur annars bankans, ef að eins annað frv. væri samþ. Til þess að girða fyrir alla grunsemd, er betra að friða menn með báðum frumv. Annars gæti eg trúað því, að 1. þm. Eyf. (H. H.) þætti ekki ástæðulaust eftirleiðis að eyða slíkum grun.