22.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1333 í B-deild Alþingistíðinda. (1821)

51. mál, stofnun landsbanka

Framsögumaður (Magnús Blöndahl):

Háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.) sagðist ekki hafa heyrt, hverjar breyt. eg hefði viljað gera við 4. gr. Það er satt, eg tók það ekki fram, en það kom af því, að eg áleit, að eg samkvæmt þingsköpunum ekki hefði heimild til þess en ekki af því, að mér væri ekki ljóst hverjar breyt.till. eg ætlaði mér að koma með.

Viðvíkjandi því, sem hv. l. þm. Eyf. (H. H.) sagði um gróðahlutdeild bankastjóranna, að hún mundi geta farið fram úr hófi, þá vil eg taka það fram, að miði maður við síðasta reikning bankans, mundi gróðahlutdeildin ekki hlaupa hátt. Annars átti eg sízt von á slíkri athugasemd frá þessum háttv. þm., sem sjálfur hefir setið í hæstlaunaða embætti þessa lands. Eg ímynda mér því, að honum mundi ekki þykja það of hátt, ef hann ætti hlut að máli og eg vona að hann kannist við það, að óhyggilegt sé, að launa ekki sæmilega menn í jafn ábyrgðarmikilli stöðu, þó ekki væri af öðrum ástæðum en þeim, að ekki mundi verða hægt að halda nokkrum manni, sem verulegt gagn væri að, því aðrar stofnanir mundu róa að því öllum árum, að fá hann í sína þjónustu. Verð að halda því fast fram, að það sé ekki heppilegt fyrir landið.