22.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1359 í B-deild Alþingistíðinda. (1856)

92. mál, hlunnindi bókasafna

Skúli Thoroddsen:

Frumv. þetta fer fram á, að bókasafn Ísafjarðar njóti sama réttar, eins og amtsbókasöfn landsins, en hann er í því fólginn, að þessi söfn fá eitt eintak af því, sem gefið er út á prent hér á landi.

Mönnum er það ef til vill kunnugt, að það hefir vakið óánægju á Ísafirði sem og í Norður-Ísafjarðarsýslu, að amtsbókasafn Vesturamtsins lenti í Stykkishólmi, er amtsráðin lögðust niður, í stað þess að það hefði átt að lenda á Ísafirði, sem er höfuðstaður Vesturlands. En á seinni árum hafa Ísfirðingar efnt til bókasafns á Ísafirði og látið sér mjög ant um það.

Bókasafninu væri mikill styrkur að því, að njóta þessa réttar, sem frumv. fer fram á, og eg er viss um, að enginn bókaútgefandi myndi telja eftir sér að ívilna safninu á þann hátt, sem frumv. gerir ráð fyrir.