22.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1362 í B-deild Alþingistíðinda. (1859)

92. mál, hlunnindi bókasafna

Skúli Thoroddsen:

Mér finst ekki rétt, að setja bókasafnið á Ísafirði á bekk með sýslubókasöfnum, svo sem háttv. þm. Vestm. (J. M.) gerði. Hér er um að ræða fjölmennan bæ, með hátt á annað þúsund íbúa, og þótt safninu verði veitt þessi hlunnindi, þarf það því ekki að draga neinn dilk á eftir sér. Eg sé og ekki annað, en að orðalagið sé fullkomlega skilmerkilegt. Með orðunum »önnur bókasöfn landsins« er átt við þau söfn, sem hafa að lögum rétt til eins eintaks af öllu, sem prentað er.

Eg er samþykkur hæstv. ráðherra (B. J.) um það, að lögin um eintök til bókasafna eru ekki heppileg frá sjónarmiði bóksala. En því verður ekki hægt að breyta í þessu frumv. Þetta er seinasta umr. og vona eg, að háttv. þingd. samþykki frv. óbreytt.