22.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1362 í B-deild Alþingistíðinda. (1860)

92. mál, hlunnindi bókasafna

Jón Ólafsson:

Mér virðast orð h. ráðherra (B. J.) um óréttlæti það, er bóksalar verða fyrir, á svo góðum rökum bygðar, að eg óska, ef formælandi frumv. hefir ekkert á móti því, að málið verði tekið út af dagskrá til morguns, til þess að breyt.till. verði komið að í þessa átt, sem hæstv. ráðherra tók fram. Það þarf ekki að verða málinu til hindrunar.