05.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1366 í B-deild Alþingistíðinda. (1867)

50. mál, kirknafé

Hálfdan Guðjónsson:

Eg hefði reyndar getað sparað mér að tala í þessu máli. Öllum er kunnugt, að lög kirkjusjóðsins miða að tveim takmörkum. Í fyrsta lagi að tryggja sem bezt fé kirkna, og í öðru lagi að reyna að hafa sem öflugustan alsherjarsjóð, er styrkja skuli kirkjur þær, er fátækar eru og ekki geta endurbygt sig sjálfar af eigin rammleik.

Eg get ekki annað en bent á í þessu sambandi, að nú er farið fram á að landssjóður hlaupi undir bagga með hinum almenna kirkjusjóði og láni fé til þeirra kirkna, er urðu fyrir fokslysunum miklu nú í vetur.

Eg tek hiklaust í sama streng og þeir er vilja að frumv. þetta falli strax.