20.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 434 í B-deild Alþingistíðinda. (187)

7. mál, háskóli

Steingrímur Jónsson:

Eg stend upp bæði vegna þess, sem háttv. þm. Ísf. sagði, og svo til þess, að gera stutta grein fyrir mínu atkvæði í þessu máli.

Háttv. þm. Ísf. sagði, að þessi lagasmíð væri blóðlaus. Eg get vel skilið þá skoðun hans, og álít því síður að honum sé láandi, að hann vill ekki greiða atkvæði í málinu þegar þar að kemur. En eg lít ekki eins á málið og hann. Eg álít, að þegar verið er að ræða um að fresta málinu, þá sé ástæðan ekki sú, að ekki sé fé fyrir hendi til að koma háskóla á fót. Því eg lít svo á, að við höfum næga peninga, ef vér á annað borð viljum koma málinu áfram. Ef önnur skilyrði fyrir stofnun háskóla eru fyrir hendi, þá eru peningar til; annars erum við á sveitinni. Og mér finst nauðsyn á þessari stofnun, þess vegna er eg óhikað með. Ýmsum öðrum atriðum málsins, svo sem skipun ýmsra embætta við skólann, húsakynnum o. s. frv. er svo varið, að full ástæða er til, að fresta framkvæmdum í því efni. Þetta er að eins lítilfjörleg bending í því efni, að kostnaður sé ekki svo ýkjamikill. Peningarnir eru ekki aðalatriðið.