30.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (1893)

53. mál, sóknargjöld

Jón Ólafsson:

»Litlu verður Vöggur feginn« og sannast það á mér, því eg er háttv. framsm. (Ól. Br.) þakklátur fyrir, að hann er samdóma röksemdum vorum, þótt hann væri okkur ekki samdóma um veginn eða niðurstöðuna, og vilji þannig afneita sjálfsagðri afleiðing þeirra röksemda, er hann kannast við að réttar séu.

Ein röksemd hans var skaðabótakrafa bændakirknanna. Ef þetta frv. yrði að lögum, er engin trygging fyrir því, að þær rýrni ekki sökum ákvæða þess. Eg vil því að eins svara því á þann hátt, eða minna á, að sá sem sannar of mikið sannar ekki neitt.