30.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1386 í B-deild Alþingistíðinda. (1895)

53. mál, sóknargjöld

Jón Ólafsson:

Aðalatriðið í þessu máli er það, hvort það sé rétt að neyða menn til þess að styðja það trúarbragðafélag, sem þeir vilja ekki vera í, hvort það sé réttlætanleg framkoma, að samþykkja það, hvort sem það kostar krónunni meira eða minna. Þetta er allur kjarninn.