08.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1394 í B-deild Alþingistíðinda. (1901)

53. mál, sóknargjöld

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Háttv. efri deild hefir nú farið svo með þetta frumv., að hún hefir felt eða skorið niður allar breytingar, sem gerðar voru hér í deildinni. Það er því ósk mín, að þessi háttv. deild felli frumv., það gerir heldur ekkert til, þó það bíði til næsta þings. Eg vona nú, að allir sýni þá samkvæmni við sjálfa sig, að greiða nú atkvæði gegn því. — Vegna tíma-naumleika er ómögulegt, að koma því í gott horf í þetta sinn.