08.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1396 í B-deild Alþingistíðinda. (1906)

53. mál, sóknargjöld

Jón Ólafsson:

Eg ætla að taka það fram, að rangt er hjá háttv. framsm. (Ól. Br.), að þetta sé ekki halli fyrir utanþjóðkirkjumenn, það liggur í augum uppi, að svo er.

Viðvíkjandi ræðu háttv. þm. Vestm. (J. M.), þá ætla eg að geta þess, að það er að eins í þessu máli, sem orð hans og tillögur hafa verið lítið teknar til greina. Það er ætlun mín og von, að í öllum öðrum málum séu afskifti hans mikils metin af alþjóð manna.