05.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1400 í B-deild Alþingistíðinda. (1919)

61. mál, löggilding Hjallaness

Flutningsmaður (Bjarni Jónsson):

Eg skal ekki tala langt mál, en að eins geta þess, að frumv. þetta hefi eg borið fram eftir áskorun héraðsbúa. Þykir þeim mikið undir því komið, að frumv. nái fram að ganga; þeir hafa kaupfélag og telja slíka löggilding nauðsynlega því til þrifnaðar, en alllangt er til þeirra tveggja verzlunarstaða, sem næstir eru, þ. e. Skarðstaðar og Búðdals.

Fyrir því hafa helztu menn þessa héraðs skrifað mér um þetta efni og tilgreint allar ástæður fyrir þessari málaleitan, enda fer og í sömu átt þingmálafundarsamþykt, þar sem viðstaddir voru kjörnir fulltrúar allra hreppa kjördæmisins.

Vona eg, að háttv. deild láti að vilja Dalamanna í þessu efni.