14.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1481 í B-deild Alþingistíðinda. (2010)

56. mál, byggingarsjóður

Flutningsmaður (Björn Kristjánsson):

Eg ætla að eins að benda á, að ef eignin stígur í verði á meðan læknirinn notar lóðina, þá fellur sú verðhækkun ekki í vasa hans heldur landssjóðs, því ekki er ætlast til, að landssjóður gefi neitt fyrir lóðina, þegar læknirinn skilar henni aftur. Það var talað um að læknirinn væri »á hjólum«. Eg vil spyrja: Geta fátækir og umkomulitlir sjúklingar þá einnig verið á hjólum, þegar þeir nauðsynlega þurfa að leita hjálpar hans?