27.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1500 í B-deild Alþingistíðinda. (2040)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Ákvæðin um eftirlaunarétt ráðherra eru ekki tekin upp í stjórnarskrána úr lögunum um skipun á æztu umboðsstjórninni, heldur eru þau lög bygð á fyrirmælum stjórnarskrárinnar og sett samkvæmt henni. Það er því ekki hægt að fella burt þetta ákvæði laganna, án þess að breyta fyrst stjórnarskrárákvæðinu, sem það hvílir á.