03.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1501 í B-deild Alþingistíðinda. (2046)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Jón Sigurðsson:

Það er óþarft að tala mikið um þetta mál, úr því að breyt.till. fellur burt.

En þar sem hæstv. ráðh. (H. H.) sagði, að frumv. færi of nærri stjórnarskránni, þá vil eg geta þess, að því var breytt þannig með ráði eins lögfræðings hér í deildinni.

Vildi eg þá gera þá fyrirspurn, hvort ekki mætti semja nýtt frv. með sömu ákvæðum, en betur úr garði gert, ef vera mætti, að það kæmi þá ekki of nærri stjórnarskránni.