03.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1502 í B-deild Alþingistíðinda. (2049)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Forseti (H. Þ.):

Háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. J.) er enginn dómari um það, hvað löglegt eða ólöglegt er í þessu máli. Það er fullkomlega löglegt að taka frumv. út af dagskrá, með þeirri yfirlýsingu, að það verður ekki tekið aftur til umræðu hér í deildinni, nema það komi í nýju og breyttu formi, sem algerlega nýtt frumv., er ekki komi að neinu leyti í bága við stjórnarskrána. Eg tek því málið út af dagskrá.