31.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 455 í B-deild Alþingistíðinda. (205)

8. mál, laun háskólakennara

Framsögumaður (Lárus H. Bjarnason); Eg býst ekki við, að umræður verði eins langar um þetta mál eins og um merkismálið, sem rætt var um áðan. Það liggja að vísu fyrir tvær breytingartillögur, en það þarf ekki að ræða mikið um þær, því að þær eru báðar frá nefndinni og væntanlega sæmilega skýrar og einfaldar. önnur breyt.till. er til orðin af því, að nefndinni þótti byrjun frv. nokkuð snubbótt og skeytti þessu því framan við. Hin breyt.till. er afleiðing af því, að byrjunarlaunin eru færð niður, svo að nú þarf 27 ára embættisþjónustu, en ekki 24 ára, til þess að fá 4800 kr. laun. Eg skal svo ekki fjölyrða meira um frv., en vona að háttv. deild fari vel með það.