13.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (2051)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Eg vil að eins leyfa mér að spyrja háttv. flutnm., hvort meiningin sé sú, að ráðh. megi ekki undir neinum kringumstæðum hafa hærri eftirlaun, en þessa upphæð, sem frumv. fasttekur. Ef svo er, þá getur það rekið sig á önnur gildandi ákvæði, t. d. ef ráðherrann hefir verið embættismaður, áður en hann varð ráðherra, og áður haft rétt til hærri eftirlauna eftir launalögunum. Er það þá meiningin, að hann eigi að missa löglegan rétt sinn fyrir það að takast ráðherrastarf á hendur?