13.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (2052)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Háttv. þm. Dal. (B. J.) lægi nær að svara þessu í rauninni heldur en mér. Eg hefi þó hugsað mér, að þetta mætti vel standa. Það sýnist vera einföld lækning og vandalaus, að embættismenn, sem ráðherrar verða, áskilji sér rétt til þess að taka við sínum fyrri embættum. Þetta er svo einfalt, að frumv. ætti að ganga hljóðalaust áfram hér í deildinni og áleiðis til úrslita.