13.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1504 í B-deild Alþingistíðinda. (2054)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Eg sé nú ekki, að ráðherrar þurfi að hafa nokkurn forgangsrétt fyrir öðrum embættismönnum. Og raunar fæ eg ekki heldur séð, að frumv. meini ráðherrum að hafa eftirlaun eftir öðrum eftirlaunarétti. Að öðru leyti mun og ekki verða nein nauðsyn að búast við, að ráðherrar haldist æfilangt, en hart væri það að velta á landsmenn hvað eftir annað svo dýrum eftirlaunamönnum. Óhugsandi er og ekki, að sumir beint keppist eftir ráðherrastöðu — og takist að ná henni — til þess að fá há eftirlaun.

Það mun og eldur aftra mönnum frá að skifta um ráðh. eða verða af með þann ráðh., er mönnum líkar ekki við, ef það á að kosta landssjóð æ nýja eftirlaunahrúgu. Frumv. þetta tel eg því afarnauðsynlegt í alla staði, frá hvaða hlið, sem þetta mál er skoðað.