16.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1505 í B-deild Alþingistíðinda. (2056)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Eg hefi ekki mikið um þetta að segja. Eg hefi komið með breyt.till. við sjálft frumv. þess efnis, að ráðherra fái 2000 kr. í eftirlaun jafnmörg ár og hann hefir setið í embættinu.

Það liggur í augum uppi, að þjóðinni veitir léttara að veita honum eftirlaun á þennan hátt, en að láta hann fá 1000 kr. árlega það sem hann á eltir ólifað, er hann sleppir embætti. Þau ár geta ef til vill orðið mörg. En hitt er sennilegra, að ráðherrarnir verði ekki alla jafna ellidauðir í því sæti.