11.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1542 í B-deild Alþingistíðinda. (2110)

70. mál, Skálholt

Jón Sigurðsson:

Mér finst ekki liggja svo mjög á þessu frv., þar sem jörðin er als ekki föl, auk þess sem mér virðist lagafrv. þetta fara í bága við önnur gildandi lög hér á landi t. d. lög um forkaupsrétt leiguliða eigi lög þessi að verða annað en tóm pappírslög, en að vera að semja lög, sem vitanlegt er fyrirfram, að ekki geta komist í framkvæmd, er eftir minni skoðun ekki heppilegt, og til þess eins að veikja virðingu þjóðarinnar fyrir lögum alþ. og auka skriffinskuna í landinu.

Það kann mikið rétt að vera, að Skálholt sé ríkara af merkilegum fornmenjum en flestir aðrir staðir á landinu. Mér þykir meira að segja líklegt, að svo sé. En eg sé eigi betur en að heppilegra væri að koma fram með frv., er kæmi í veg fyrir að þær fornmenjar, sem þar væru, eyðilegðust eða skemdust. Þá næðist tilgangurinn betur og eg tel meiru skifta að fornmenjarnar verði varðveittar, en þótt landið eignist sjálfa jörðina. því jörðin verður ekki flutt burt af landinu, en fornmenjarnar má skemma, þó lög séu til um að landið kaupi jörðina einhverntíma.