16.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1561 í B-deild Alþingistíðinda. (2132)

71. mál, eiðar og drengskaparorð

Jón Ólafsson:

Eg vil leyfa mér að skjóta því til væntanlegrar nefndar í málinu, hvort eigi muni ástæða til að breyta um svo, að eiðstafurinn sé tekinn áður framburður fer fram, svo sem tíðkast með brezkum þjóðum. Það mundi áreiðanlega leiða til þess, að vitni yrðu gætnari í orðum, heldur en ef þau vinna eiðinn eftir á, eins og nú tíðkast hér; þau mundu þá síður blikna yfir orðum sínum og framburði, er til eiðstafsins kemur, eins og oft má sjá nú.