16.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1604 í B-deild Alþingistíðinda. (2173)

106. mál, laun geðveikralæknis

Flutningsmaður (Jón Magnússon):

Eg færði nokkur rök fyrir frv. þessu við 1. umr., og get því verið stuttorður nú. Það er ætlast svo til, að læknir hælisins hafi eftirlaun, eins og aðrir læknar landsins, og árslaun hans samsvari launum holdsveikralæknisins. — Þetta er í sjálfu sér svo sanngjarnt og sjálfsagt, að eg vona, að fáir eða enginn hafi á móti því. Geðveikralæknirinn hefir miklu meira erfiði og fyrirhöfn en holdsveikralæknirinn, og því fylsta ástæða til þess að láta hann hafa að minsta kosti eins há laun.

Eg treysti því, að hin háttv. deild vilji samþykkja frumv., eins og það er.