26.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1614 í B-deild Alþingistíðinda. (2184)

108. mál, lækningaleyfi

Björn Sigfússon:

Frumvarp þetta er til þess gert að koma í veg fyrir, að ólærðir læknar geri skaða og til þess getur verið full ástæða. En eg vildi skjóta því til þeirrar nefndar sem væntanlega verður skipuð í málið að reyna að finna ráð gegn því að hinir svokölluðu lærðu læknar geri skaða, dragi t. d. ekki út ósjúka tönn fyrir sjúka, eða taki heilbrigt auga fyrir vanheilt o. s. frv. án þess að þeim sé það vítalaust. Eg vil ekki draga fram dæmi eins og h. þm. Vestm. (J. M.) gerði um ólærðan lækni — til að sýna að hið sama hendir lærðu læknana því miður. Það er ágætt, ef nefndin getur fundið ráð til að gera hvorutveggja óskaðlega.