23.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1738 í B-deild Alþingistíðinda. (2233)

111. mál, Landssjóðshluttaka í Thorefélaginu

Ráðherrann (B. J.):

Út af fyrirspurn, er gerð var til mín um það, hvort Danir mundu veita öðru gufuskipafélagi en Sameinaða gufuskipafélaginu styrk til Íslands ferða skal eg geta þess, að háttv. fyrirrennari minn í embættinu hefir skýrt mér frá, að fyrverandi innanríkisráðgjafi Dana, Sigurd Berg, hafi látið sér eftir full umráð yfir styrknum. En hann, innanríkisráðgjafinn, hafi veitt hann áður. Vitanlega er nú kominn nýr maður í það embætti. En eg vænti þess, að hann gerði ekki frekar á móti að Thorefélagið fengi styrkinn, með því að það telst danskt félag. En svo skilst mér, að hafi verið til ætlast, eða beint áskilið, að það mætti ekki vera utanríkisfélag, er danska styrkinn fengi.