23.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1738 í B-deild Alþingistíðinda. (2234)

111. mál, Landssjóðshluttaka í Thorefélaginu

Framsögumaður minni hlutans (Jóhannes Jóhannesson):

Eg stend upp til þess að lýsa yfir því, að það er gersamlega ósatt, að eg hafi verið nokkuð illa fyrir kallaður á fundi þeim, er framsm. meiri hlutans (B. Kr.) var að tala um, og get eg um það notið vitnisburðar samnefndarmanna okkar. Eg var á fundinum, er umboðsmaður Sameinaða gufuskipafélagsins kom og er hann fór. Háttv. framsm. (B. Kr.) hefir víst sjálfur verið illa fyrir kallaður, og er það víst einnig nú, hann er ekki vanur að bera menn ósönnum brigslum — upp í eyrun.