26.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1766 í B-deild Alþingistíðinda. (2246)

111. mál, Landssjóðshluttaka í Thorefélaginu

Framsögumaður meiri hlutans (Björn Kristjánsson):

Háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.) segir, að frumv. þetta sé óábyggilegt, og tryggi ekki landssjóðinn nægilega. Engin trygging segir hann að sé fyrir því, að eign landssjóðs verði forréttinda hlutir. Þó stendur þessi málsgrein í frumvarpinu: »Hlutir landssjóðs skulu vera forgönguhlutir, sem gefa 4% á undan öðrum, og eigi má skerða fyr en þorrið er annað fé félagsins«.

Annað hvort hlýtur hinn háttv. þm. S.-Múl. (J. Ó.) að vera mjög skilningssljór eða að hann hefir óvenjulega mikið áræði til þess að segja hlutina öðru vísi en þeir eru.