26.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1794 í B-deild Alþingistíðinda. (2264)

111. mál, Landssjóðshluttaka í Thorefélaginu

Forseti (H. Þ.):

Eg skal geta þess, að breyt.till. á þingskj. 632 geta als ekki skoðast sem nýtt frumv., þótt gamla frumv. breytist allmjög að efni, ef þær verða samþyktar. En aðalatriðið er hið sama í hvorutveggja. Þetta nýja félag er látið taka Thore upp í sig, í stað þess að gamla frumv. hljóðaði um hlutakaup í Thore. Þetta er því í rauninni sama tóbakið, þótt breytt sé um nafn á félaginu, og ef frumv. verður samþ. með breytinguni kemur það auðvitað þannig breytt til 3. umr. næst.