01.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1812 í B-deild Alþingistíðinda. (2281)

76. mál, farmgjald

Jón Jónsson, (S.-Múl.):

Það er ekki rétt, sem háttv. framsm. (B. Kr.) sagði, að eg ætlaði að gera hvell mikinn út af þessu máli. Eg get fullvissað hann um, að mér er það als ekkert kappsmál. Eg veit heldur ekki, hvaðan h. framsm. (B. Kr.) hefir það, að ummæli kaupmanna og áskoranir séu pantaðar. Að minsta kosti hefi eg engan þátt átt í því, en hverju sem því líður, þá verður því ekki með rökum á móti mælt, að mál þetta er mjög illa undirbúið, algerlega vanhugsað, að minsta kosti ekki svo ransakað, að það sé rétt af deildinni að keyra það í gegn nú á þessu þingi. Framsm-. (B. Kr.) fanst hlægilegt að kaupmenn skyldu skifta sér af þessu máli; þeir hefðu ekki svo mikið vit á því, en má eg spyrja, hvaða þekkingu skyldum við þm. hafa á þessu máli móts við kaupmennina sjálfa?