26.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1878 í B-deild Alþingistíðinda. (2332)

117. mál, skilnaður ríkis og kirkju

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg skal ekki verða langorður um þetta mál, þótt eg sé því mjög hlyntur. Það er þegar komin fjörug hreyfing á málið, og gætu orðið langar umr. um það, ef ætti að fara að ræða það ítarlega í kvöld.

Vil eg leyfa mér að stinga upp á, að kosin verði 5 manna nefnd til að íhuga þetta mál; gæti hún svo komið fram með rök frá báðum hliðum. Þá er deildin betur undir það búin að ræða málið, þegar það kemur frá nefndinni aftur.