05.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1888 í B-deild Alþingistíðinda. (2338)

117. mál, skilnaður ríkis og kirkju

Framsögumaður (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Eg er þakklátur hv. ráðh. (B. J.) fyrir ummæli hans um og undirtektir undir þetta mál. Nefndin er á sama máli, að æskilegast sé, að málið fái sem beztan undirbúning og er ekkert á móti skipun milliþinganefndarinnar. Nefndinni er ekkert kappsmál, nema síður sé, að málinu sé flaustrað af, heldur hitt, að málinu sé hreyft og komið á góðan rekspöl. Við vonum annars, að þessi okkar tillaga verði til þess að vekja á ný umræður og áhuga á þessu mikilsvarðandi máli í landinu.