04.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1891 í B-deild Alþingistíðinda. (2341)

118. mál, háskólamálefni

Jón Ólafsson:

Eg hefi ekkert á móti því að háskólinn hafi sömu einkaréttindi og vandi er til um háskóla annarsstaðar. En eg skil svo, að ef alþingi samþykkir þessa þingsál.till., að þá hafi stjórnin eigi rétt til að gera neinar undantekningar. Mér virðist ósanngjarnt, að mönnum, sem lærðu erlendis, væri synjað hér embætta, þótt þeir hefðu notið miklu fullkomnari fræðslu en háskóli vor gæti látið í té. Eg skal taka til dæmis þá, sem stunda myndu læknisfræði við aðra háskóla, sem vitanlega veita miklu fullkomnari fræðslu í þeirri grein. Hefði háskóli vor verið kominn upp fyrir nokkrum árum, þá ættum vér ekki einn einasta af vorum beztu læknum, vorum góðu Guðmundum, og væri það illa farið.