04.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1914 í B-deild Alþingistíðinda. (2357)

120. mál, húsmæðraskóli

Björn Sigfússon:

Það er orðið svo mikið af þessum þingsályktunartill., að það er að mínu áliti ekki sanngjarnt að ætlast til, að stjórnin geti sint öllu, sem fram á er farið í þeim, fyrir næsta þing, og sumt tel eg vafasamt að sé einu sinni þarft.

Niðurlag þessarar þingsályktunartill. er ekki svo ljóst orðað, að sjáist með vissu hvað vakir fyrir háttv. flutnm. (P. J.) um framkvæmd málsins, hvort hann ætlast til, að stjórnin leggi frv. til laga um stofnun húsmæðraskóla fyrir næsta þing, eða hagi því á annan hátt; þetta vildi eg leyfa mér að biðja háttv. flutnm. að upplýsa mig um.