04.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1914 í B-deild Alþingistíðinda. (2358)

120. mál, húsmæðraskóli

Framsögumaður (Pétur Jónsson):

Mér ætli að vera ljúft að upplýsa þetta, sem háttv. þm. (B. S.) spurði um, þótt eg hins vegar byggist ekki við að þurfa að gera það hér í deildinni, því málið er ekki nýtt. Það hefir verið hér fyrir þinginu áður. Sjálfsagt ætlast eg til að stjórnin leggi málið fyrir í frumv. formi; skil ekki hvernig hún gæti það á annan hátt. Auðvitað býr stjórnin málið undir, eins vel og hægt er, og á þann hátt sem henni finst bezt við eiga, og leggur nákvæmar skýringar fyrir þingið ásamt tillögum sínum. Þingið getur svo sniðið þær til í hendi sinni eftir svo góðan undirbúning.