16.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1947 í B-deild Alþingistíðinda. (2397)

128. mál, bréfhirðing á Dynjanda

Flutningsmaður (Skúli Thoroddsen):

Mér þótti harla einkennileg ræða hæstv. ráðh. (H. H.) í þessu máli. Hann er hér að reyna, að brjóta niður gamla og gilda meginreglu, sem þingið hefir jafnan fylgt í líkum málum að undanförnu, og vill takmarka verksvið þess. Slíkri aðferð vona eg, að þingdeildin mótmæli kröftuglega.

Það er annars næsta undarlegt, að hæstv. ráðh. (H. H.), sem nú er svo myndugur í tóninum, og hefir talið stjórn sína þingbundna stjórn, skyldi svíkja loforð sín, að því er snerti þingsályktun frá síðasta þingi, um breytingu á reglugerð skólans. Eg skal svo ekki fara fleiri orðum um þetta mál að sinni, en vænti þess fastlega, að þingið láti ekki fráfarandi ráðherra setja sér neinar nýjar reglur.