22.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1955 í B-deild Alþingistíðinda. (2405)

130. mál, samgöngumál

Pétur Jónsson:

Eg vil leyfa mér að spyrja hinn hæstv. ráðherra (H. H.), hvort stjórnin hafi nokkurt nýtt tilboð frá því Sameinaða — eða þá öðru félagi um gufuskipaferðir milli landa og strandferðir. Ennfremur væri æskilegt að fá að vita, hvort líkindi væru til, að það Sameinaða eða nokkurt annað gufuskipafélag muni senda hingað menn til að semja við þingið. Ef slíkir menn kæmu mundu þeir snúa sér til fjárlaganefndarinnar, sem þá aðallega á að fjalla um fjárupphæð til samgangna. Nú er reynsla fyrir því, að það er örðugt að semja við slíka menn, nema nefndarmenn standi sem einn maður; en það hefir reynst örðugt, þegar 2 nefndir hafa átt þar að mæta fyrir þingsins hönd, Það er því athugavert að setja samgöngumálanefnd við hliðina á fjárlaganefndinni. Það getur lent í bága og tvídrægni. En verði enginn til að semja við þingið þá er minni ástæða til að hafa á móti sérstakri nefnd.