22.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1962 í B-deild Alþingistíðinda. (2417)

132. mál, fiskiveiðamál

Jón Ólafsson:

Eg kannast við það, að eg lét í ljósi, að verzlunarlöggjöfinni væri mjög áfátt, en hins vegar get eg ekki fallist á röksemdir hinna háttv. þm., þegar til einstakra atriða kemur, t. d. um embættispróf til atvinnureksturs. Eg vil gefa mönnum kost á fræðslu, en ekki þvinga þá, né banna fullveðja mönnum að reka atvinnu.