22.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1962 í B-deild Alþingistíðinda. (2418)

132. mál, fiskiveiðamál

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Eg get ekki skilið í því, hvers vegna 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) getur verið að hagga sér úr sæti til þess með leikaradýrshætti og loddaraskap að tala af engu viti. Hann hæðist að því, að farið skuli vera fram á að heimta próf. Sjálfur kennir hann þó hér á verzlunarskólanum, þar sem einmitt er heimtað próf og gerðar eru allstrangar kröfur til þeirra, er ætla að gefa sig við verzlun.

Mér er spurn: Hafa menn nokkurstaðar á bygðu bóli heyrt nokkurt kerlingarhró tala fávíslegar en hinn háttv. þingmaður gerði nú? Ætlar þingmaðurinn virkilega með löggjafarstarfi sínu að fara að setja drotni skamt um skynsemd manna og gáfnafar?

Hitt veit eg, ef að þau lög væru gefin út, að enginn mætti vera heimskur, þá mundi hinn háttv. þm. S.-Múl. (J. Ó.) eigi allsjaldan reynast brotlegur.