08.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1976 í B-deild Alþingistíðinda. (2438)

139. mál, áætlanir og mælingar verkfræðings

Jón Magnússon:

Eg get vel trúað því, að þörf sé á að gera það, sem hér er farið fram á, en — ef sérstaka ráðstöfun þarf hér að gera frá þingsins hálfu, — þá vil eg skjóta því til háttv. flutningsmanna, hvort ekki liggji beinast við, að þessu máli sé vísað til fjárlaganefndar, áður en því verður ráðið til lykta. Ef sérstaks kostnaðar þarf hér við hinar eftiræsktu ransóknir, þá þarf að veita fé í þessu skyni í fjárlögunum, og væri þá rétt, að fjárlaganefndin athugaði það.

Með þessari athugasemd vildi eg als eigi spilla því, að framkvæmt verði það, er um er beðið.