08.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1976 í B-deild Alþingistíðinda. (2439)

139. mál, áætlanir og mælingar verkfræðings

Flutningsmaður (Björn Sigfússon):

Út af orðum háttv. þm. Vestm. (J. M.) skal eg geta þess, að þótt tillagan verði samþykt, þá þarf ekki vegna hennar sérstaka fjárveitingu, nema að því er síðasta liðinn snertir. Þar er farið fram á, að tvær hafnir séu mældar upp og gæti fjárlaganefndin athugað, hvort til þess þyrfti sérstakt fé.

Til vitarannsókna þarf þess ekki, því að verkfræðingurinn, sem umsjón hefir með þeim, athugar það á ferðum sínum, og hann hefir ákveðin laun.

Um ransókn á brúarstæðum er hið sama að segja. Þær ransóknir annast verkfræðingur landsins, og þarf ekki að verja sérstöku fé til þess heldur.