08.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1977 í B-deild Alþingistíðinda. (2440)

139. mál, áætlanir og mælingar verkfræðings

Jón Magnússon:

Það er alveg rétt hjá háttv. flutnm. (B. S.), að ekki þurfi sérstaka fjárveiting til ransóknar á brúm og vitum. En eitt (síðasta) atriðið heimtar eða krefst fjárveitingar — og það er nóg. Því verður ekki velt þannig við, hvernig sem orðalaginu er breytt, að það hljóti ekki að kosta eitthvað sérstaklega, ef rannsóknin á að verða vel ábyggileg.

Það sem eg vildi sagt hafa er því þetta, að ekki sé rétt af hinni háttv. deild að samþykkja tillöguna, nema ráðið sé að veita það fé, sem til þess þarf að framkvæma það, sem hún ræðir um.