11.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1986 í B-deild Alþingistíðinda. (2451)

139. mál, áætlanir og mælingar verkfræðings

Jón Ólafsson:

Eg vil leyfa mér, að beina þeirri spurningu til háttv. flutningsmanna þessara tillaga, hvort þeim sýnist ekki rétt að taka þær aftur. — Það er óviðkunnanlegt, að fella þær, en þýðingarlaust, að samþykkja þær, þegar flest af því, sem þær fara fram á, hefir þegar verið framkvæmt, og stjórnin hins vegar lýst yfir því, að hún sinni þannig löguðum óskum, þótt þær komi ekki fyrir hana, sem þingsályktun.

Hvað snertir svifferjuna á Blöndu, þá man eg ekki eftir því, að beiðni um það mál hafi komið fyrir stjórnina eða þingið í seinustu 5 ár, og mér finst það rangt, að fara að lýsa vantrausti sínu fyrir fram á nýju stjórninni með því að samþykkja þannig lagaða þingsályktunartill.