15.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (2482)

Umræður um kjörbréfin

Björn Jónsson:

Það hefir ekki verið talað um annað en að fresta málinu og setja síðan nefnd til að rannsaka það ítarlega.

Eg ber fult traust til þess að tillaga framsögumanns kjördeildarinnar sé rétt, en þykir þó réttara að kjósa nefnd. Það ætti ekki að tefja meira en einn sólarhring fyrir úrslitunum. Það er rólegra að fjalla um málið í nefnd heldur en í því fumi, sem hlýtur að vera í deildinni.