15.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í B-deild Alþingistíðinda. (2483)

Umræður um kjörbréfin

Kristján Jónsson:

Eg lít svo á, að þingið hafi alt vald í þessu máli, samkvæmt því, sem fyrir er mælt í 4. gr. þingskapanna í fyrstu málsgrein. Þingið er alls ekki bundið við að kært hafi verið, til þess að geta tekið kosninguna til rannsóknar. Og þingið getur tekið ályktun um að skipa sérstaka nefnd í málið ef því þykir þess þörf. Eg held að þetta sé rétt skilið, og samkvæmt þingvenju alt frá því 1875.