16.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (2500)

Umræður um kjörbréfin

Skúli Thoroddsen:

Það er ekkert vafamál, að það er það æskilegasta að vísa málinu til nefndar. Eg mótmæli því gersamlega, að það felist í 50. gr. kosnl., að kosning þingmanns geti því að eins verið tekin gild, að hann hafi kjörbréf. Kjörbréf er alls ekki skilyrði fyrir Því, að kosningin verði gild, heldur að eins »legitimation«. Mér er persónulega þetta mál kunnugt, þar sem eg hefi ekki kjörbréf, heldur að eins kjörbókarútskrift. En þingið hefir látið sér nægja þenna kjörbókarútdrátt, enda að vísu ekki hægt annað. Eg vil að eins svara 5. kgk. því, að það er sjálfsagt að setja nefnd í málið og því næst leggur þingið sinn úrskurð á það, þar sem það er, ef svo má að orði kveða, almáttugt í þessu atriði.