16.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (2501)

Umræður um kjörbréfin

Kristján Jónsson:

Út af fyrirspurn frá hæstv. ráðh. vil eg leyfa mér að lesa upp kæru Björns Þorlákssonar, er nefndin fékk ásamt öðrum skjölum snertandi hana. því að þar stendur það berum orðum, að hann krefst þess, að þingið ónýti kosningu dr. Valtýs, og úrskurði hann (?: sr. Björn Þorláksson) rétt kosinn þingmann Seyðisfjarðarkaupstaðar. Þess vegna er það mitt álit, að réttast sé að vísa nú málinu til nefndarinnar aftur til þess að hún komi fram með tillögu í því, sem þingið leggur síðan sinn úrskurð á.