16.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í B-deild Alþingistíðinda. (2505)

Umræður um kjörbréfin

Kristján Jónsson:

Eg lít svo á, að það þurfi ekki annað en að afhenda nefndinni bréf Björns Þorlákssonar. Býst eg þá við að einhver þingmanna verði til þess að flytja erindi hans. Eg hygg, að það heyri undir verksvið nefndarinnar, að taka þetta bréf til athugunar. Það er því mín till., að þingið feli nefndinni að koma fram með tillögu í málinu til þess að ráða sem skjótast úr því ástandi, sem nú er, að kjördæmið er þingmannslaust.