16.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (2508)

Umræður um kjörbréfin

Pétur Jónsson:

Eg skal ekki fjölyrða um það, hvort það sé löglegt, að skjóta þessari tillögu til nefndarinnar eða ekki, en eg vil skjóta því til forseta, hvort málið, ef það er felt frá nefnd, þá má álítast fallið. Það eru 3 vegir: 1. að samþykkja strax ósk sr. Björns Þorlákssonar; 2. að vísa málinu til nefndar, og 3. að fella það; en eg tel heppilegast að vísa málinu til nefndar.