19.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í B-deild Alþingistíðinda. (2543)

Lausnarbeiðni varaforseta efri deildar

Steingrímur Jónsson:

Hæstv. ráðherra beindi því til okkar kgk. þm., að við ættum að stuðla að því, að ekki félli grunur á konunginn um það, að hann hafi viljað raska flokkaskipun á þingi. Mér virðist það vera svo fjarstætt að gruna konung um slíkt, að það ætti engum að geta til hugar komið. Komi slíkur grunur upp í meirihlutanum, eigum við enga sök á því, og höfum enga skyldu til að taka tillit til þess. Og fresti meirihl. fundunum, þá er það á hans ábyrgð og kemur okkur ekkert við.